Hvatberi

Sunday, April 30, 2006

Í próflestri



Þessa mynd setti ég til að gleðja móðurhjartað. Ég er stödd á Digró og hef í allan dag reynt að læra enska málfræði. Ég segi ,,reynt" af því að ég er ekki viss um að mér hafi tekist að læra hana. Íslensk setningafræði hefur vafist fyrir mér og hvað þá ensk. Eitt er að læra og annað að öðast raunverulega þekkingu. Ég ætla að halda áfram á morgun, 1. maí, en það er eini dagurinn í mannkynnssögunni sem ég veit upp á hár hvað gerðist (1818).

Kona í Krapinu bloggið er enn í viðhaldi (s.s. maintenance, ekki affairs) og því held ég áfram að nota hvatberann.

Lífið er gott, og stundum best.

Saturday, April 29, 2006

Krúttin mín



Mynd sem ég setti á jólakortið jólin 2004. Mér finnst hún falleg og börnin yndisleg. Ég var í 100 ára afmæli í dag hjá Möggu á Jörva. Mikið væri nú gaman að lifa svona lengi ef heilsan verður í lagi. Fylgjast með börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum....

Thursday, April 27, 2006

Ég að kaupa súkkulaði


Já ég viðurkenni það alveg. Mér finnst súkkulaði gott. Hér er ég að kaupa mörg kíló af pólsku súkkulaði og konfekti. mmmmm

Fimmtudagur - John behaved badly

Af því Kona í krapinu bloggið virkar ekki þessa dagana og ég í mikilli tjáningarþörf hef ég ákveðið að splæsa plássi hjá Hvatberanum

Ég er ekki sú eina sem er að lenda í þessu hjá Blogger. Þetta hefur trúlega eitthvað að gera með FTP tenginguna, en ég er ekki nógu klár til að ráða fram út því.

Annars er ég byrjuð í próflestri, yndislega skemmtilegur tími á vorin, fór samt í kvöld að kveðja Ásdísi ofurhetju sem er að fara á mánudaginn í mergskipti til Svíþjóðar. Kennarar og starfsfólk hittist heima hjá Sædísi og lögðu sameiginlega á borð. Nú er ég komin heim, og sá að Zubr bjórinn minn rennur út í dag, já nákvæmlega í dag, svo það var ekki annað hægt en að drekka hann, 1,2 og 3.

Spurning hvort mér tekst að læra meira í kvöld.

Wednesday, April 26, 2006


Judy Lay Posted by Picasa


Zakopane Posted by Picasa