Endalaust gaman
Í dag fer ég í Grundarfjörð í síðasta sinn til að kenna í Landnemaskólanum. Ég á aldeilis eftir að sakna nemenda minna, þetta eru svo skemmtilegar og frábærar konur! Ég er einmitt að fara að undirbúa mig, ætla að hafa síðasta tímann skemmtilegri en hina. (já ég veit, erfitt að toppa þá). Og mig dreymdi í nótt að ég væri einmitt með einn leik í kennslu en nemendurnir voru margfalt fleiri en venjulega og þurfti ég að skipta þeim upp í þrjá hópa (bekki) þvílíkur var fjöldinn. En draumfarir mínar eru með öflugasta móti þessa dagana, mig dreymir og dreymir á hverri nóttu, ég fæ ekki einu sinni frí í svefni, þá er ég alltaf eitthvað að vesenast.
Ég dreif mig út að hlaupa seinnipartinn í gær, náði um 4 km, en ég er orðin svo þung og stirð eftir síðustu vikur, að má heita kraftaverk að ég geti yfirhöfuð hlaupið eitthvað. Stefnan er sett á nýja hlaupaskó sem fyrst, og endurskoðun lífstíls! Ekki hægt að bíða með það lengur. Annars er eitthvað svo gaman núna, alltaf eitthvað til að hlakka til. Í kvöld eftir kennslu er útskrift í Landnemaskólanum, á morgun er ég að fara í Reykjavíkurreisu með landnemanemendunum mínum, um kvöldið í afmæli til Ásu (eða var það seinnipartinn?) eftir helgina í Keðjuferð til Reykjavíkur, svo í sveitaferð með leikskólanum, í leikhús um næstu helgi, og bara endalaust gaman...............
Ég dreif mig út að hlaupa seinnipartinn í gær, náði um 4 km, en ég er orðin svo þung og stirð eftir síðustu vikur, að má heita kraftaverk að ég geti yfirhöfuð hlaupið eitthvað. Stefnan er sett á nýja hlaupaskó sem fyrst, og endurskoðun lífstíls! Ekki hægt að bíða með það lengur. Annars er eitthvað svo gaman núna, alltaf eitthvað til að hlakka til. Í kvöld eftir kennslu er útskrift í Landnemaskólanum, á morgun er ég að fara í Reykjavíkurreisu með landnemanemendunum mínum, um kvöldið í afmæli til Ásu (eða var það seinnipartinn?) eftir helgina í Keðjuferð til Reykjavíkur, svo í sveitaferð með leikskólanum, í leikhús um næstu helgi, og bara endalaust gaman...............

0 Comments:
Post a Comment
<< Home