Hvatberi

Thursday, April 27, 2006

Fimmtudagur - John behaved badly

Af því Kona í krapinu bloggið virkar ekki þessa dagana og ég í mikilli tjáningarþörf hef ég ákveðið að splæsa plássi hjá Hvatberanum

Ég er ekki sú eina sem er að lenda í þessu hjá Blogger. Þetta hefur trúlega eitthvað að gera með FTP tenginguna, en ég er ekki nógu klár til að ráða fram út því.

Annars er ég byrjuð í próflestri, yndislega skemmtilegur tími á vorin, fór samt í kvöld að kveðja Ásdísi ofurhetju sem er að fara á mánudaginn í mergskipti til Svíþjóðar. Kennarar og starfsfólk hittist heima hjá Sædísi og lögðu sameiginlega á borð. Nú er ég komin heim, og sá að Zubr bjórinn minn rennur út í dag, já nákvæmlega í dag, svo það var ekki annað hægt en að drekka hann, 1,2 og 3.

Spurning hvort mér tekst að læra meira í kvöld.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home