Í próflestri

Þessa mynd setti ég til að gleðja móðurhjartað. Ég er stödd á Digró og hef í allan dag reynt að læra enska málfræði. Ég segi ,,reynt" af því að ég er ekki viss um að mér hafi tekist að læra hana. Íslensk setningafræði hefur vafist fyrir mér og hvað þá ensk. Eitt er að læra og annað að öðast raunverulega þekkingu. Ég ætla að halda áfram á morgun, 1. maí, en það er eini dagurinn í mannkynnssögunni sem ég veit upp á hár hvað gerðist (1818).
Kona í Krapinu bloggið er enn í viðhaldi (s.s. maintenance, ekki affairs) og því held ég áfram að nota hvatberann.
Lífið er gott, og stundum best.

4 Comments:
hvað gerðist 1818?
By
Anna Kristjánsdóttir, at 6:14 PM
Hvað er þessi bíll gamall og hverrar tegundar er hann?
(þ.e. bíllinn sem sonur þinn stendur við)
By
Anna Kristjánsdóttir, at 6:17 PM
Ókei ég er að ljúga. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist þennan dag 1818. Einu sinni lærði ég að Karl Marx hefði fæðst þennan dag og því hann valinn sem dagur verkalýðsbaráttunnar, en það er ekki rétt því KM fæddist 5.maí.
Hmm...bílinn er Lada Sport, ég er ekki viss um aldurinn. Kettlingurinn var ansi skemmtilegur : ) Fannst syni mínum!
By
Gudrun Vala, at 6:21 PM
Jahérna, ég fékk á tilfinninguna að þessi bíll væri nokkrum áratugum eldri.
Já rétt að Marx fæddist 5. maí 1818
By
Anna Kristjánsdóttir, at 9:04 AM
Post a Comment
<< Home