Dyslexía

Þessi mynd er hárfínt grín á kostnað þeirra sem eru með dyslexíu, en þið vitið að ég meina ekkert slæmt með því. Ég var nefnilega að klára ritgerð um dyslexíu sem ég skila á morgun um leið og ég fer í prófið. Ekki veit ég hvernig það fer, altso prófið, og skil reyndar ekki hvernig mér hefur tekist að klára ritgerðina og lesa. Það sést vel á heimilinu að hér hefur ekki verið neitt nostur undanfarnar vikur eða bara síðan áður en ég fór til Póllands.
Elís Dofri er veikur eina ferðina enn og var ég heima hjá honum í dag, fyrir utan örstuttan fund í morgun. Verð líka að vera heima hjá honum í fyrramálið, eða þar til ég fer undir hádegið. Ég var reyndar að til kl. 3 síðustu nótt, og veit ekki nema að ég geri eins núna. SS sagði við mig áðan ,,mamma þú ert alltaf miklu hressari á kvöldin, í góðu skapi og ekkert geðvond" hmmm. ég er svo sannarlega B manneskja að þessu leyti. Topp manneskja annars.

1 Comments:
Þú stendur þig eins og hetja. Stundum verður maður einfaldlega að forgangsraða hlutunum á annan veg (geyma hluta af heimilisstörfunum og þannig) og það er ekkert að því. Vona að þér hefi gengið vel í prófinu og að E.D. sé orðinn frískur.
By
Anna Sigridur, at 12:09 AM
Post a Comment
<< Home