Red Chili, Tapas og Napoleon
Eftir prófið sem btw fór fram á heitasta degi ársins so far, hitti ég þrjár á Red Chili niðri í bæ og fékk mér einn Öl í glampandi sól. Fyrir utan óskaplegan létti að vera búin í þessu, fannst mér eins og ég væri túristi í Reykjavík, já jafnvel í útlöndum því svo virðist að maður komi sjaldnar í miðborg Reykjavíkur en stórborgir erlendis. Við skvísurnar fórum síðan á Tapas barinn þar sem við hittum hinar og borðuðum saman kvöldmat sem saman stóð af sjö réttum. Eftirrétturinn var bestur en þá var ég orðin svo södd að ég hafði ekki lyst á að borða nema smá af honum. Fyrir minn smekk fannst mér vanta grænmeti með matnum sem var kjöt/fiskur í ýmsu formi. Sölvi kom svo og sótti okkur og keyrði í Kópavoginn, þegar stelpurnar voru komnar heim tíl sín, kíktum við aðeins til Fjólu og svo til Þóru. Ferðinni var svo heitið heim í Borgarnes. Þegar við nálguðumst göngin var blikkandi ljós framundan og ör sem benti til hægri. Tveir karlar sögðu okkur að við yrðum að fara Hvalfjörðinn því göngin væru lokuð frá miðnætti. Þarna var klukkan nákvæmlega 24:00 og ég sagði að við hefðum nú verið fyrr á ferðinni ef við hefðum vitað þetta. ,,Marg auglýst" sagði annar karlinn, en við Sölvi höfum bæði verið í prófum og ekki fylgst með fjölmiðlum upp á síðkastið. Það var ekki viðlit að fá að fara í gegn, þannig að við máttum fara lengri leiðina. Sölvi var bílstjóri, og taldi spottann ekki eftir sér.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home