Endalaust gaman
Ég dreif mig út að hlaupa seinnipartinn í gær, náði um 4 km, en ég er orðin svo þung og stirð eftir síðustu vikur, að má heita kraftaverk að ég geti yfirhöfuð hlaupið eitthvað. Stefnan er sett á nýja hlaupaskó sem fyrst, og endurskoðun lífstíls! Ekki hægt að bíða með það lengur. Annars er eitthvað svo gaman núna, alltaf eitthvað til að hlakka til. Í kvöld eftir kennslu er útskrift í Landnemaskólanum, á morgun er ég að fara í Reykjavíkurreisu með landnemanemendunum mínum, um kvöldið í afmæli til Ásu (eða var það seinnipartinn?) eftir helgina í Keðjuferð til Reykjavíkur, svo í sveitaferð með leikskólanum, í leikhús um næstu helgi, og bara endalaust gaman...............



